3 days
Easy
Þessi ferð er skipulögð í samvinnu við fjallaskíðahópinn Njóta eða Þjóta og Ferðaskrifstofuna Visit Travel Iceland ehf.
Fjallaskíðaferð til Hornstranda, nánar tiltekið um Jökulfirði þar sem farið er út frá Hesteyri á mismunandi staði í frábærum skíðabrekkum.
Skíðað er í 4 daga og gist 3 nætur, nánara skipulag má lesa undir flipanum "Ferðalýsing" hér fyrir ofan.
Snillingarnir Kristinn R. Sigurðsson og Valdimar Örn Flygering eru fararstjórar í þessum ferðum, það verður því stuð og stemning, mikið hlegið og notið í þessari ferð.
Samskonar ferðir voru farnar í fyrra þar sem gríðarleg ánægja var með ferðina. Nú á að endurtaka leikinn.
Siglt er með Hornstrandaferdir.is frá Bolungarvík og til baka, auk þess sem Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar sjá um innfjarðasiglingar milli skíðasvæða. Gist verður í gamla Læknishúsinu (eða Skólanum) hjá Hrólfi Vagnssyni en þar verður einnig borðaður morgunmatur og kvöldmatur.
Á lokakvöldinu verður að sjálfsögðu kvöldvaka með tilheyrandi sprelli.
Þetta svæði er rómað fyrir skemmtilegar skíðabrekkur og svæðið í heild sinni er ein náttúruparadís. Hornstradarefurinn mun kætast við komu ykkar og leyfa myndatökur ef svo ber undir.
Það verður því enginn svikinn af því að skella sér í fjallaskíðaferð til Hornstranda.
Verð: 160.000
Innifalið: Sigling Bolungarvík - Hesteyrir - Bolungarvík. Gisting í Læknishúsinu (uppbúin rúm), morgunmatur og kvöldmatur í Læknishúsinu. Innfjarðasiglingar 3 daga.
Verð: 150.000
Innifalið: Sigling Bolungarvík - Hesteyrir - Bolungarvík. Gisting í Skólanum (svefpokagisting), morgunmatur og kvöldmatur í Læknishúsinu. Innfjarðasiglingar 3 daga.
Athugið! Afsláttur er fyrir félaga í Njóta eða Þjóta, vinsamlegast hafið samband við Kristinn R. Sigurðsson í síma 694-7720 til að fá afsláttarkóða sem sleginn er inn í bókunarferlinu. Kristinn veitir líka allar nánari upplýsingar.